Kári Björn Þorsteinsson er stofnandi og eigandi KÞ Lagna ehf.
Kári Björn útskrifaðist úr Iðnskóla Reykjavíkur með meistarabréf í pípulögnum árið 2005, og flutti rakleitt aftur í heimahagana til Sauðárkróks en þar er hann fæddur og uppalinn.
Í maí 2005 stofnaði hann KÞ Lagnir, og ári seinna , árið 2006, var reksturinn fluttur yfir í einkahlutafélag og KÞ Lagnir ehf varð til.
KÞ Lagnir var fyrst til húsa í Borgarmýri 3 en árið 2016 var svo tekin ákvörðun um að stækka húsnæði félagsins, og hófust framkvæmdir að Borgarteig 10 snemma sumars það ár. Um haustið var nýja húsnæðið að Borgarteig 10 svo tekið í notkun, og hefur starfsemi fyrirtækisins verið þar síðan.